Opnunartími

Allt árið

Þjónusta

Söfn, Sýningar
Garðvegur 1
245, Sandgerði
423-7555
423-7551

Ef þú hefur áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, sjávardýrum og rannsóknum á sviði náttúrufræða, þá er Þekkingarsetur Suðurnesja staður sem þú þarft að heimsækja! Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á tvær áhugaverðar sýningar.

Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta yfir 70 uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum. Þar er einnig safn jurta og skelja auk þess sem eina uppstoppaða rostung landsins er þar að finna. Gaman er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið. Lífverum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu.

Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og starf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans,  Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni.

Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsókna í náttúrufræðum og tengdum greinum. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum eru stoðstofnanir setursins, staðsettar í sama húsi, og sjá um rannsóknahluta þess þar sem áherslan er á sjávarlíffræði og fuglafræði. 

Opnunartími: Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 30. september: 10:00-16:00 13:00-17:00 13:00-17:00
1. október - 30. apríl: 10:00-14:00 Lokað Lokað
Sveigjanlegur opnunartími í boði fyrir hópa - pantið í síma: 423-7551