Friðrik Árnason
01.02.2021
Þrátt fyrir að vera rétt skriðinn yfir fertugt þá hefur Friðrik Árnason verið starfandi í ferðaþjónustu í 30 ár. Um fermingu fór hann hjólandi upp í Leifsstöð þar sem hann fiskaði ferðalaga í svefnpokagistingu í Njarðvíkurskóla. Hann var orðinn umboðsmaður bílaleigu og rekstraraðili að tjaldsvæði áður en hann fékk bílpróf. Tvítugur eyddi hann sumarfríinu einn á bílaleigubíl þar sem hann heimsótti ferðaskrifstofur og landaði samningum. Njarðvíkingurinn sem nú rekur hótel austur á Breiðdalsvík elskar að skapa enda er hann uppfullur af frumlegum hugmyndum og hugsjónamaður fram í fingurgóma.
Mundu eftir að fylgja okkur með follow á Spotify eða subscribe á apple - þá fer enginn þáttur framhjá þér!